3. fundur skólaráðs - vorönn 2024

Fundargerð skólaráðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ

3. fundargerð á vorönn 2024 miðvikudaginn 10. apríl kl. 11:15

    1. Bréf til skólaráðs

        • Umsóknir um leyfi

          Umsóknir um leyfi voru 23 að þessu sinni. Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum. Sérstakar umræður voru um leyfi sem tengjast Ramadan og voru þau samþykkt.
        • Aðrar umsóknir

          • Nemandi óskar eftir að taka efnafræði og/eða eðlisfræði sem raungrein er á viðskiptabraut. Hafnað.
          • Nemandi óskar eftir að taka efnafræði og/eða eðlisfræði sem raungrein er á viðskiptabraut. Hafnað
          • Frá síðasta fundi:
            • Nemandi óskar eftir að taka efnafræði og/eða eðlisfræði sem raungrein er á viðskiptabraut. Hafnað

       

       

    2. Af vettvangi NFFG og foreldraráðs

      Opið hús fyrir grunnskólanemendur var vel heppnað og bás NFFG var mjög flottur. Nefndarvika nemendafélagsins verður í næstu viku. En þá mun hver nefnd sjá um uppákomur einn dag. t.d. poppvél eða tónlistaratriðiði Framboðsvika er í lok maí. Félagslífið hefur verið kraftmikið í vetur og margir huga á framboð. Opið verður fyrir skráningu í framboð 21.-24. apríl. Kosningar verða svo í kjölfarið og úrslit verða kynnt 3. naí. Gæta þarf að því að atburðum lendi ekki saman því lokaverkefni á mörgum brautum verða kynnt um svipað leyti og stundum mikið um að vera.

 

Fundinn sátu:

  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari
  • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Dagný Broddadóttir, náms og starfsráðgjafi
  • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnafulltrúi
  • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
  • Guðrún Fjóla Ólafsdóttir, forseti NFFG
  • Kári Viðarsson, kennari
  • Petrún Anna Pálsdóttir, nýnemafulltrúi NFFG