Barnaverndarnefnd

Verklag um tilkynningarskyldu starfsmanna Fjölbrautaskólans í Garðabæ
til barnaverndarnefnda

Í samræmi við ákvæði barnaverndarlaga nr. 80/2002 og í samræmi við verklagsreglur um tilkynningarskyldu, útg. 18.12.2006 ber starfsmönnum skólans að tilkynna skólameistara, aðstoðarskólameistara, áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa verði þeir varir við að barn í hópi nemenda skólans:

  • búi við óviðunandi uppeldisskilyrði
  • verði fyrir áreitni eða ofbeldi
  • stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu

Skólameistari tekur ákvörðun um framgang máls í samráði við aðstoðar­skóla­meistara, áfangastjóra og náms- og starfsráðgjafa.


Endurskoðað og breytingar samþykktar í skólaráði 5.01.2022.